Strá

Cover by Halla Sigríður Magnúsdóttir

Strá

„Það þarf ekkert að vera á útopnu til að lulla í gegnum lífið. Samfélagið er troðfullt af einförum, maður tekur bara síður eftir þeim. Vegna þess að þeir eru einfarar.“

Fullorðin kona mætir velvild ókunnugra á Gefins, allt gefins, ungur maður mótmælir einn uppi á heiði og afgreiðslukona í plötubúð losar sig úr þröngum þægindahring.

Birnir Jón Sigurðsson bar sigur úr býtum í handritasamkeppni Forlagsins, Nýjar raddir 2019. Í smásagnasafninu STRÁ ferðast lesendur um brothætta náttúru landsins, soga til sín kraft úr rakri moldinni og finna fyrir ákafri löngun til að snerta aðra manneskju.

Bókin var gefin út sem rafbók og hljóðbók árið 2019 og svo endurútgefin í prenti árið 2020. Þá birtist einnig smásagan Fossbúinn í Randaflugunni, safnbók nýrra og klassískra smásagna sem ætluð er fyrir kennslu á framhaldsskólastigi.

 
 

Strá (straws) is a collection of six short stories published in 2019 by Forlagið after having won the competition “Nýjar raddir” (new voices). It was then republished in print in 2020. The short story Fossbúinn was also selected to be in Randaflugan (2020) a collection of new and classic short stories, intended for teaching in high-schools and colleges. The book is available to purchase in icelandic book stores as well as an e-book and an audio book (in Icelandic) at www.forlagid.is/vara/stra/

„…Bókin skilur mann eftir með hlýja tilfinningu og örlitla von. Stíll Birnis er ljóðrænn, þægilegur og auðlesinn.“

⭐⭐⭐⭐

- Katrín Lilja, Lestrarklefinn

Það sem heillaði þennan lesanda var náttúru- og umhverfisþemað, sem skírskotar sterkt til brýnna málefna samtímans, en einnig frásagnargleðin, gáskinn og galsinn í textanum – höfundur skemmtir sér vel og örugglega flestum lesendum sínum í leiðinni.

-Vera Knútsdóttir, bókmenntaborgin

Bókina má nálgast í bókabúðum og sem rafbók og hljóðbók á www.forlagid.is/vara/stra/